This is Iceland er lítið fjölskyldufyrirtæki, stofnað árið 2012 af Klemma og Diddu.
Við elskum að ferðast um og kynna fallega landið okkar Ísland.
This is Iceland er lítið fjölskyldufyrirtæki, stofnað árið 2012 af Klemma og Diddu.
Við elskum að ferðast um og kynna fallega landið okkar Ísland.
Klemmi, sem í raun heitir Klemenz Geir, unir sér hvergi betur en á fjöllum. Hann hefur verið í bransanum í næstum 30 ár. Hann er heimasmíðaður undir rótum Heklu eða á bænum Hólum. Klemmi hefur mikla ástríðu fyrir því að leiðsegja og jeppast um landið. Á sínum yngri árum starfaði hann sem lögregluþjónn og sjúkraflutningamaður.
Didda eða Svanbjörg, vann á rannsóknarstofu hjá Íslenskri Erfðagreiningu, áður en hún sneri sér alfarið að ferðaþjónustu og sótti sér BA gráðu í ferðamálafræði ásamt diplómu í viðburðastjórnun.
Siggi er reynslubolti þegar kemur að leiðsögn. Hann lærði leiðsögn við Leiðsöguskólann í Kópavogi og hefur sérhæft sig í jöklaleiðsögn. Hann hefur farið ófáa leiðangrana á Hvannadalshnúk með hópa. Siggi er undanfari í björgunarsveit. Núna stundar hann nám í viðskiptafræði.
This is Iceland hefur leyfi frá Ferðamálastofu til reksturs ferðaskrifstofu. Sjá leyfisveitingu á heimasíðu Ferðamálastofu hér.