Alla laugardaga í sumar keyrum við saman inní Þórsmörk sem er ein af perlunum í íslenskri náttúru. Margir eiga góðar minningar þaðan síðan í gamladaga en aðrir hafa jafnvel aldrei komið þangað.

Þessar ferðir eru tilvaldar fyrir fjölskyldur eða vinahópa þar sem verðið miðast einungis við fjölda bíla en ekki farþega. Við útvegum bílinn (bílaleigubíl), þú velur bíl sem hentar þínum hópi. Ef þú átt bíl sem hentar þá getur þú mætt á honum!

Ekið er í samfloti með reyndum bílstjórum og leiðsögumönnum. Stoppum af og til og fræðumst um umhverfið, söguna og jarðfræðina – einfaldlega njótum magnaðrar náttúrunnar! Áfangastaðurinn er Básar á Goðalandi.

Afbókunarreglur

 • Greiða þarf 100% gjald ef bókun er afbókuð 1 degi eða minna fyrir þennan viðburð

Þórsmörk – keyrum saman (self drive)

Ferðin byrjar kl. 9:00, við Avis, Holtagörðum 10.

Hægt er að koma inní ferðina hvar sem er á leiðinni að Seljalandsfossi, ef ferðast er á eigin bíl.

Ekið er í samfloti með reyndum bílstjórum og leiðsögumönnum. Stoppum af og til og fræðumst um umhverfið, söguna og jarðfræðina – einfaldlega njótum magnaðrar náttúrunnar! Áfangastaðurinn er Básar á Goðalandi.

Í Þórsmörk eyðum við deginum í göngur eða bara í slökun á þessum magnaða stað, allt eftir þörfum og forsendum hvers og eins. Frá Básum er t.d. hægt að fara yfir göngubrú á Krossá inn á hina raunverulegu Þórsmörk sem liggur milli Krossár og Markarfljóts. Þórsmörkin og Goðaland bjóða uppá óendanlegt úrval gönguleiða við allra hæfi. Undir kvöld höldum við til baka, eftir frábæran dag.

Við áætlum að ferðin taki um 12-13 klst. fer eftir aðstæðum hverju sinni.

Helstu stopp á leiðinni:

 • Nauthúsagil
 • Gígjökull
 • Stakkholtsgjá
 • Básar

Gott að taka með

 • Klæðnað eftir veðri
 • Góða skó
 • Nesti fyrir daginn (tilvalið að taka með sér kol og eitthvað létt á grill)

Innifalið

 • Leiðsögn
 • Skattar og gjöld
 • Tryggingar

Ekki innifalið

 • Eldsneyti
 • Matur
 • Aðstöðugjald í Básum (500 kr.)

Frekari upplýsingar

Endilega sendið okkur tölvupóst ef einhverjar spurningar vakna á info@thisisiceland.is

Ferðin byrjar hjá Avis,
Holtagörðum 10
104 Reykjavík