Alla laugardaga í sumar keyrum við saman inní Þórsmörk sem er ein af perlunum í íslenskri náttúru. Margir eiga góðar minningar þaðan síðan í gamladaga en aðrir hafa jafnvel aldrei komið þangað.
Þessar ferðir eru tilvaldar fyrir fjölskyldur eða vinahópa þar sem verðið miðast einungis við fjölda bíla en ekki farþega. Við útvegum bílinn (bílaleigubíl), þú velur bíl sem hentar þínum hópi. Ef þú átt bíl sem hentar þá getur þú mætt á honum!
Ekið er í samfloti með reyndum bílstjórum og leiðsögumönnum. Stoppum af og til og fræðumst um umhverfið, söguna og jarðfræðina – einfaldlega njótum magnaðrar náttúrunnar! Áfangastaðurinn er Básar á Goðalandi.
Afbókunarreglur
- Greiða þarf 100% gjald ef bókun er afbókuð 1 degi eða minna fyrir þennan viðburð