Þessar ferðir eru tilvaldar fyrir fjölskyldur eða vinahópa þar sem verðið miðast einungis við fjölda bíla en ekki farþega. Við útvegum bílinn (bílaleigubíl), þú velur bíl sem hentar þínum hópi. Ef þú átt bíl sem hentar þá getur þú mætt á honum!

Ekið er í samfloti með reyndum bílstjórum og leiðsögumönnum. Stoppum af og til og fræðumst um umhverfið, söguna og jarðfræðina – einfaldlega njótum magnaðrar náttúrunnar! Margir hafa komið í Landmannalaugar einu sinni eða oftar. Flestir hafa farið stystu leið fram og til baka og jafnvel ekki velt fyrir sér öllum þeim möguleikum sem lítt farnir, ógreinilegir slóðar á leiðinni bjóða uppá.

Í þessum ferðum förum við óhefðbundnar leiðir og sjáum landslag sem á sér fáar hliðstæður. Allt frá auðn eldfjallasvæðisins, jöklum og að litadýrð líparítsvæðanna. Inn á milli eru gróðurvinjar, stöðuvötn og háhitasvæði svo fjölbreytnin verður varla meiri.

Afbókunarreglur

 • Greiða þarf 100% gjald ef bókun er afbókuð 1 degi eða minna fyrir þennan viðburð

Fjallabak – keyrum saman (self drive)

Þessar ferðir eru tilvaldar fyrir fjölskyldur eða vinahópa þar sem verðið miðast einungis við fjölda bíla en ekki farþega. Við útvegum bílinn, þú velur bíl sem hentar þínum hópi. Ef þú átt bíl sem hentar þá getur þú mætt á honum!

Ekið er í samfloti með reyndum bílstjórum og leiðsögumönnum. Stoppum af og til og fræðumst um umhverfið, söguna og jarðfræðina – einfaldlega njótun magnaðrar náttúrunnar!

Helstu stopp á leiðinni:

 • Hekla
 • Landmannahellir
 • Landmannalaugar
 • Háifoss
 • Hjálparfoss

Aðstæður og búnaður:

 • Þessi ferð er mikil keyrsluferð. Sumir slóðanna eru nokkurt torleiði svo ætla má að ferðahraðinn sé ekki mikill. Þó er þetta fært óbreyttum jeppum og stærri jepplingum ef farið er með gát.
 • Klæðnaður fer bara eftir hverjum og einum en þetta er fyrst og fremst keyrsluferð þó svo vissulega sé stigið útúr bílunum á allmörgum stöðum svo gott er að hafa með skjólflíkur.
 • Gott er að nesta sig vel fyrir daginn.

Innifalið

 • Leiðsögn
 • Skattar og gjöld
 • Tryggingar

Ekki innifalið

 • Eldsneyti
 • Matur
 • Aðstöðugjald í Landmannalaugum (500 kr.)

Frekari upplýsingar

Endilega sendið okkur tölvupóst ef einhverjar spurningar vakna á info@thisisiceland.is

Ferðin byrjar hjá Avis,
Holtagörðum 10
104 Reykjavík