Skilmálar
Áður en bókun er gerð skorum við á þig að lesa þessa skilmála vandlega þar sem í þeim felst samningur milli This is Iceland ehf og þess sem bókar. Samningurinn tekur gildi um leið og bókun er staðfest.
Sá einstaklingur sem staðfestir bókun fyrir hóp samþykkir þessa skilmála fyrir hönd allra sem hann bókar í ferð. Þá er hann einnig ábyrgur fyrir öllum greiðslum fyrir ferðina.
Allar afbókanir skulu gerðar með tölvupósti til info@thisisiceland.is.
Afbókun á dagsferð:
Allar afbókanir skulu gerðar með tölvupósti til info@thisisiceland.is.
Þar sem kostnaður kann að hljótast af ætluðum ferðum leggst afbókunargjald á ferðir eins og fram kemur hér að neðan.
Afbókun skal berast með a.m.k. 48 klst. fyrirvara og eru þá endurgreidd 90% af því sem greitt hefur verið. Sé afbókað með 24-48 klst. fyrirvara eru endurgreidd 50% en sé afbókað með minna en 24 klst. fyrirvara er ekkert endurgreitt.
Afbókun á tveggja- eða fleiri daga ferðum, sérsniðnum ferðum og einkaferðum:
Sé afbókað með meira en 50 daga fyrirvara eru endurgreidd 90% af verði ferðarinnar enda hafi hún öll verið greidd. Alltaf er haldið eftir 10% til að dekka kostnað við bókanir og skipulag. Sé afbókað með 20 – 50 daga fyrirvara er endurgreitt að 50% en sé afbókað með minna en 20 daga fyrirvara er engin endurgreiðsla enda mun This is Iceland ehf þurfa að standa skil á greiðslum fyrir leiðsögn, gistingu og öðrum kostnaði.
Við bókun á sérsniðinni ferð skal greiða 50% við bókun og er það óendurkræft. Lokagreiðslu skal framkvæma 6 vikum fyrir brottför.
Breytingar og afbókanir að frumkvæði This is Iceland ehf.:
Allar upplýsingar um þjónustu This is Iceland ehf. sem koma fram á heimasíðunni eru réttar þegar þær eru birtar.
Allar ferðir eru háðar veðri og aðstæðum. This is Iceland ehf. áskilur sér rétt til að breyta ferðum eða aflýsa þeim með öryggi viðskiptavina að leiðarljósi. Sama á við ef hætta er á tjóni á náttúru vegna leysinga eða annars þessháttar.
Ef This is Iceland ehf. aflýsir ferð án þess að veður valdi því eða öryggi sé stefnt í hættu þá fæst öll upphæð ferðarinnar endurgreidd. 90% eru endurgreidd ef This is Iceland ehf aflýsir ferð vegna veðurs eða annara öryggisástæðna.
Norðurljósaferðir eru þess eðlis að aldrei er hægt að ábyrgjast að þau sjáist. Sé farið í norðurljósaferð án þess að sjáist ljós geta viðskiptavinir endurbókað án auka kostnaðar og farið aðra ferð frítt. Norðurljósaferðir eru ekki endurgreiddar.
Valitor kt. 500683 0589
This is Iceland ehf. er í greiðslukortaviðskiptum við Valitor kt. 500683 0589. Merki Valitor mun birtast á greiðslukvittun viðskiptavina This is Iceland ehf.
Ábyrgð þátttakenda í ferðum:
Þáttakendur í ferðum This is Iceland ehf. bera ábyrgð á sér sjálfir. This is Iceland ehf. tekur ekki ábyrgð á slysum eða tjóni sem þátttakendur í ferðum fyrirtækisins valda, sem geta verið rakin til þeirra eigin hegðunar, hljótast af röngum útbúnaði eða rangri notkun á búnaði þvert gegn leiðbeiningum leiðsögumanns eða ef ekki er farið eftir öryggisreglum.
Með því að bóka ferð hjá This is Iceland ehf. ábyrgist þú að persónuupplýsingar, greiðsluupplýsingar og samskiptaupplýsingar sem gefnar eru upp séu réttar.
Reynist þátttakandi ekki fær um að fara í ferð eða ljúka henni kann henni að verða aflýst án þess að til nokkurrar endurgreiðslu komi.
Einstaklingstryggingar eru ekki innifaldar í verðum á ferðum This is Iceland ehf. Allur sjúkra og hjúkrunarkostnaður greiðist af þátttakendum sjálfum ef til slíks kostnaðar kemur.
This is Iceland ehf starfar í góðri trú og getur ekki verið ábyrgt fyrir röskun á ferðum sem koma til vegna ástands vega, hverskonar tjóns, slysa eða veikinda. Heldur ekki vegna náttúruhamfara, verkfalla eða annarar röskunar á almennri reglu sem fyrirtækið getur ekki haft stjórn á.
Farangur er á ábyrgð eiganda í ferðum.